- +

Bökuð ostakaka með appelsínusúkkulaði

Botn
100 g smjör
200 g súkkulaðihafrakex
30 g kókosmjöl

Fylling
100 ml rjómi
150 g rjómamysuostur
300 g appeslínusúkkulaði
135 g sykur
400 g rjómaostur
4 stk egg
2 tsk vanilludropar

Aðferð:

Botn aðferð:

Bræðið smjörið. Maukið saman kexið og kókosmjölið, blandið saman við bráðið smjörið og setjið í botn á springformi.
 
Fylling aðferð:
Bræðið saman rjómamysuost, appelsínusúkkulaði og rjóma. Hrærið saman rjómaost og sykur. Bætið eggjunum í,  einu í einu ásamt vanilludropum. Hrærið saman við súkkulaðiblönduna og setjið í form, bakið við 170°C í 35 mínútur.

 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson