- +

Bökuð marsipanostaostakaka

Botn innihald
150 g hafrakex
60 g möndluspænir
70 g smjör
50 g nougat

Fylling innihald
4 stk egg
120 g flórsykur
160 g marsipan
200 g hreinn rjómaostur
250 g rjómaostur með appelsínulíkjör, eða 400 g rjómaostur og appelsínumarmelaði eftir smekk

Aðferð:

Tilvalin sem eftirréttur og í hinar ýmsu veislur.

Botn aðferð:
Myljið kexið niður og blandið saman við möndluspæni. Bræðið saman smjör og nougat og hrærið öllu vel saman. Setjið smjörpappír í form og þrýstið blöndunni í springform u.þ.b. 22-24 cm að stærð.
 
Fylling aðferð:
Þeytið saman egg og flórsykur, takið þeytarann af vélinni og setjið hrærara á, bætið í marsipaninu og hrærið vel saman, bætið  þar næst rjómaostinum við. Hrærið vel. Setjið í formið og bakið við 175°C í c.a. 35-40 mínútur.
 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson