- +

Bökuð bláberja ostakaka

Innihald:
40 g smjör
2 dl möndlumjöl
2 msk kókosmjöl
1 msk Sukrin gold (má sleppa)
1 tsk kanill

Fylling:
2 stk egg
120 g bláber
1 msk sítrónusafi
1 tsk vanillu extract
120 g rjómaostur frá Gott í matinn
1 msk Sukrin melis

Aðferð:

Botn:

Setjið smjör í pott og bræðið.
Bætið við hráefnunum og blandið vel saman
Setjið í 20 cm springform og þjappið vel niður.
Gott er að bera smá smjör á botninn áður.
Bakið við 175 gráður í 6-8 mínútur og látið svo kólna.

 

Fylling:

Þeytið egg og rjómaost vel saman.
Bætið við restinni af hráefnunum og þeytið vel.
Setjið á botninn á kökunni og bakið neðarlega í ofninum í 30-35 mínútur eða þar til kakan er orðin föst í sér.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir