Menu
Bláberja- og oreo-skyrkökur í litlum plastglösum

Bláberja- og oreo-skyrkökur í litlum plastglösum

Þessi uppskrift dugar fyrir 125 stk. Auðvelt að stækka og minnka uppskrift, en 1 rjómi á móti 1 skyri gerir um 40 stk.

Innihald

1 skammtar
rjómi (3x 500 ml) frá Gott í matinn
Ísey skyr með bláberjum (3x 500 g)
Oreo kex
bláber til skrauts

Áhöld

lítil (skot)glös
litlar skeiðar
sprautupoki

Skref1

  • 500 ml rjómi er þeyttur og einni dós af skyrinu blandað varlega saman við með sleif.

Skref2

  • Oreo kexið er mulið í matvinnsluvél eða í góðum blandara
  • Setjið í glös í eftirfarandi röð: Kex-skyr-kex-skyr.

Skref3

  • Ef það er afgangur af oreoinu er hægt að skreyta með því á toppnum ásamt bláberjunum.
  • Kökurnar settar í ísskáp í að minnsta kossti 2 tíma áður en þær eru bornar fram.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir