- +

Nutella súkkulaðimús með Oreo og grískri jógúrt

Innihald:
1 pk. Oreo kexkökur
50 g íslenskt smjör
220 g Nutella hnetusmjör
200 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
2 tsk. vanilludropar
2 msk. þunnt hunang
250 ml rjómi

Aðferð:

Einstaklega einfaldur og ljúffengur eftirréttur sem hittir í mark. Þessi uppskrift dugar fyrir 2-4 en það fer eftir stærð glasanna sem rétturinn er borinn fram í.

 

Byrjið á því að setja Oreokex í matvinnsluvél eða saxið það niður.

Bræðið smjör og hrærið saman við Oreo kexið.

Hellið kexblöndunni í skál eða fallegt hátt glas.

Þeytið saman Nutella hnetusmjör, gríska jógúrt, vanilludropa og hunang þar til blandan er orðin mjúk.

Þeytið rjóma og blandið saman við hnetusmjörs/jógúrt blönduna með sleif.

Sprautið músinni ofan á Oreo kex mulninginn.

Skreytið að vild. T.d. hægt að nota jarðarber, bláber, hindber eða súkkulaðispæni.

Kælið eftirréttinn í 60-90 mínútur áður en þið berið hann fram.

Höfundur: Tinna Alavis