- +

Nutella-ostamús með Oreo og rjóma

Innihald
12 stk oreo kexkökur
45 g smjör
225 g rjómaostur
210 g nutella hnetusmjör
1 tsk vanilludropar
230 ml rjómi

Toppur
½ l rjómi
súkkulaðispænir
salthnetur

Aðferð:

Setjið Oreo-kex í matvinnsluvél og hakkið vel. Bræðið smjör og blandið því saman við kexið og hrærið vel saman. Skiptið kexblöndunni á milli glasanna og þrýstið niður í botninn. Hrærið rjómaostinn og hnetusmjörið saman þar til blandan verður létt og mjúk. Bætið vanilludropum saman við og hrærið vel. Þeytið rjóma og blandið honum saman við rjómaostablönduna með sleif. Setjið rjómaostablönduna í sprautupoka og sprautið henni jafnt í glösin. Setjið plastfilmu yfir glösin og kælið í u.þ.b. 2 tíma.

 

Toppur

Þeytið rjóma og sprautið honum fallega ofan á ostamúsina. Skreytið með súkkulaðispónum og söxuðum salthnetum. Geymið í kæli þar til ostamúsin er borin fram.

 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir