- +

Marensterta með vanillukremi og bláberjum

Marensbotn
3 stk eggjahvítur
2 dl sykur
½ tsk vanillusykur
½ tsk maizenamjöl
1 tsk hvítvínsedik

Vanillukrem
2½ dl matreiðslurjómi
½ dl sykur
½ stk vanillustöng, klofin í tvennt
1 stk egg
2 msk maizenamjöl
2½ dl rjómi
200 g bláber, eða meira

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 250°. Teiknið hring á bökunarpappír sem er 24 cm í þvermál.

2. Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykrinum saman við smátt og smátt. Síðan maizenamjöli og loks hvítvínsediki. Hrærið aðeins áfram. Látið marensinn á teiknaðan hringinn og setjið í ofninn, frekar neðarlega. Stillið ofninn á 100° um leið og marensinn er kominn inn í ofninn. Bakið í klukkutíma.

3. Skrapið kornin úr vanillustönginni. Setjið kornin, stöngina, matreiðslurjóma og sykur í pott. Látið sjóða. Pískið saman egg og maizenamjöl og hellið út í. Hrærið hratt, látið sjóða. Takið pottinn af hellunni um leið og blandan er orðin að þykku kremi. Kælið.

4. Þeytið rjómann og blandið vanillukreminu varlega saman við með sleikju. Setjið á marensbotninn og sáldrið bláberjum yfir. Skreytið ef vill, með flórsykri.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir