- +

Marengs skálar fylltar með alls kyns góðgæti

Marengs:
3 stk. eggjahvítur
150 g sykur
½ tsk. lyftiduft

Fylling:
Kókosbollur
Jarðarber
Rjómi
Brætt Mars súkkulaði

Aðferð:

Þessi uppskrift dugar í um 8 marengsskálar.

Þeytið eggjahvíturnar og blandið sykrinum varlega saman við þar til blandan er orðin stíf og stendur. Blandið lyftiduftinu saman við og hrærið vel. Setjið stút á sprautupoka t.d. stút nr. 1M eða þann sem þér þykir fallegur. Setjið marengsinn í pokann og sprautið honum á bökunarplötu þannig að þið myndið fallega skál. Þið byrjið á því að sprauta hring sem er þá botninn og farið svo upp til að mynda hliðar. Þið getið gert skálarnar eins stórar og litlar og þið viljið. Ég gerði frekar stórar skálar og fékk ég 8 stk. úr þessari uppskrift. Einnig er hægt að setja matarlit saman við marengsinn og gera skálarnar í hinum ýmsu litum. Takið úr ofninum og kælið alveg áður en þið fyllið skálarnar. 

Fylling:

Fyllingin getur verið hvað sem hugur ykkar girnist og gott er að nota hugmyndaflugið hér. Sumir vilja hafa ávexti eða önnur ber, dökkt súkkulaði eða súkkulaðisíróp eða aðrar sósur. Geymið í kæli þar til þið berið skálarnar fram, gott er að undirbúa þær deginum áður. 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir