Menu
Krydduð jólaskyrkaka

Krydduð jólaskyrkaka

Skyrkökur standa alltaf fyrir sínu og þessi er engin undantekning. Góður kaffibolli eða glas af ískaldri mjólk með setur svo punktinn yfir i-ið.

Innihald

1 skammtar

Botn:

Lu Bagstone kanil kex
smjör

Skyrkaka:

Ísey skyr hreint eða vanillu
rjómi frá Gott í matinn
flórsykur
kanill
múskat
engifer
vanilludropar

Skref1

  • Setjið kanilkexið í matvinnsluvél og hakkið þar til kexið er orðið fínmalað.
  • Bræðið smjör og hellið saman við kexið og hrærið vel saman.
  • Hellið kexblöndunni í hringlaga form um 22 cm að stærð og þrýstið vel niður í botninn og upp á hliðar formsins. Gott er að nota botninn á glasi til þess að þrýsta kexinu vel niður.
  • Setjið formið inn í ísskáp á meðan þið undirbúið skyrkökuna.

Skref2

  • Þeytið rjóma og hrærið saman við skyrið ásamt flórsykri, kanil, múskati, engifer og vanilludropum.
  • Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Hellið skyrblöndunni yfir kexbotninn og sléttið út með sleif.
  • Gott er að bera kökuna fram með rjóma.
  • Geymist í kæli þar til kakan er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir