- +

Trufflur með rjómaosti og Daim

Innihald
150 g marsipan
50 g flórsykur
200 g Daimkurl malað í matvinnsluvél
300 g súkkulaði
125 g rjómaostur frá Gott í matinn
60 g smjör við stofuhita

Til að velta upp úr
50 g Daimkurl malað í matvinnsluvél
50 g hvítt súkkulaði

Aðferð:
Blandið saman marsipani, flórsykri, smjöri og möluðu Daim, hrærið vel.
Bræðið saman súkkulaði og rjómaost með appelsínulíkjör, hrærið vel saman. Bætið saman við marsipanblönduna og kælið.
Mótið kúlur og veltið upp úr Daimmulningi og rifnu hvítu súkkulaði. Kúlurnar geymast best á kæli

Kurl aðferð:
Malið saman í matvinnsluvél og  veltið  kúlunum upp úr möluðu Daim og  hvítu súkkulaði.
 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson