- +

Kornflakeskökur með gráðaosti

Innihald
150 g súkkulaði
80 g smjör
100 g síróp (fínt að nota þetta í grænu dósunum)
45 g rifinn gráðaostur
100 g salthnetur fínt saxaðar
100 g döðlur fínt saxaðar
120 g Special K kornflakes

Aðferð:
Bræðið saman súkkulaði, smjör og síróp. Bætið í söxuðum döðlum, salthnetum og gráðaosti, hrærið vel saman. Að lokum setjið allra síðast Special K kornflakes. Setjið með skeið á bakka eða setjið í konfektform.
 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson