- +

Hrjúfur með mysing

Innihald
300 g suðusúkkulaði
250 g mysingur
100 g tröllahafrar
70 g graskersfræ
70 g grænar pistasíur saxaðar
50 g ristaðar kókosflögur
150 g döðlur
100 g apríkósur saxaðar

Aðferð:
Bræðið súkkulaði í vatnsbaði. Bætið í mysing og bræðið saman við.
Saxið fínt eða maukið döðlur og apríkósur. Blandið saman við súkkulaðið ásamt restinni að hráefnunum. Setjið með skeið á smjörpappír eða setjið í konfektform. Kælið vel .

Höfundur: Árni Þór Arnórsson