- +

Karamellupopp Evu Laufeyjar

Innihald:
1 poki popp eða meðalstór pottur af poppi

Söltuð karamellusósa:
100 g sykur
3 msk smjör
1 dl rjómi
sjávarsalt

Aðferð:

Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Mikilvægt er að hafa hitann ekki of háan og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn, bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. 

Hellið sósunni yfir poppið og hrærið vel saman. 

Höfundur: Eva Laufey Hermannsdóttir