Menu
Íspinnar með grískri jógúrt og hindberjasírópi

Íspinnar með grískri jógúrt og hindberjasírópi

Sumarlegir og sætir!

Innihald

4 skammtar

Síróp

frosin hindber
sykur
límónusafi

Ís

grísk jógúrt frá Gott í matinn

ís

sykur

Síróp

  • Afþíðið hindberin og látið í pott með sykri og límónusafa, sjóðið varlega í 2 mínútur.
  • Pressið þau svo gegnum sigti, setjið maukið aftur í pottinn og sjóðið aðeins niður til þess að fá þykkara síróp.
  • Látið kólna.

Ís

  • Hrærið jógúrtina og sykurinn saman.
  • Hellið sírópinu í íspinnamót, 4 eða fleiri, eftir því hvað þau eru stór.
  • Látið sírópið renna aðeins niður með hliðunum að innanverðu, það gerir skemmtilegt mynstur í ísinn.
  • Fyllið mótin með jógúrtinni og komið pinnunum fyrir.
  • Frystið yfir nótt.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir