- +

Gómsætir íspinnar með grískri jógúrt

Innihald:
grísk jógúrt frá Gott í matinn
jarðarber, hindber, bláber og/eða fleiri ávextir eftir smekk
smá hunang og 70% súkkulaði ef vill

Aðferð:

Hér ráðast hlutföll eftir smekk hvers og eins og upplagt að prófa sig áfram.

Blandið saman grískri jógúrt, jarðarberjum, hindberjum og bláberjum.

Gott er að setja smá hunang út í blönduna og 70% súkkulaðibita ef maður vill.

Eins má setja hvaða ávexti sem er í blönduna og breyta og bæta uppskriftina að vild.

Hrært saman í blandara, hellt í íspinnaform og fryst.

Höfundur: Tinna Alavis