- +

Glúten- og hveitilausar vatnsdeigsbollur

Innihald:
125 g smjör
250 ml vatn
40 g kókoshveiti
3 stór egg
1 tsk. xhantan gum

Fylling:
Rjómi
Vanillufræ

Aðferð:

Smjör og vatn sett í pott og brætt. Kókoshveiti bætt í pottinn og hrært vel saman. Xhantan gum bætt út í og blandað við. Sett í skál og látið kólna. Eggjum bætt við, eitt í einu og hrærð vel saman við deigið. 

 

Nota skeið til að setja deig á bökunarplötu með bökunarpappír á. Bakað með blæstri á 180 gráðum í um 30-35 mínútur. Baksturstíminn fer eftir stærðinni á bollunum.

 

Þær gætu verið smá blautar að innan sem mörgum þykir gott en það er líka í lagi að skafa aðeins úr þeim. 

 

Bræðið sykurlaust súkkulaði og setjið ofan á bollurnar.

 

Þeyttur rjómi með vanillufræjum er settur á milli. 

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir