- +

Crème brûlée skyrkaka í glasi

Innihald:
16 stk. ljósar Oreo kexkökur, eða 150 g af öðru ljósu kremkexi
25 g smjör, brætt
2 stk. Ísey skyr með Crème brûlée
2 dl rjómi
4 msk. dulce de leche karamellusósa eða önnur karamellusósa

Aðferð:

Þessi uppskrift dugar fyrir 6.

 

1. Myljið kexið t.d. í matvinnsluvél. Hellið smjörinu saman við og hrærið. Setjið í sex glös eða á einn stóran disk með köntum. Setjið smá til hliðar til þess að setja ofan á. Þrýstið niður og kælið þar til harðnar.

2. Létt þeytið rjómann og hrærið skyrið saman við ásamt 2 msk. af karamellusósu. Setjið ofan á botnana. Toppið með karamellusósu og restinni af kexmylsnunni. Kælið eða berið strax fram.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir