- +

Crème brûlée með pekanhnetum og karamellu

Innihald:
340 g Ísey skyr, Crème brûlée
2 msk. púðursykur
400 ml rjómi
50 g pekanhnetur

Toppur:
rjómi
pekanhnetur
karamella (t.d. íssósa)
sjávarsalt

Aðferð:

Þeytið rjóma þar til hann verður stífur og stendur. Blandið helmingnum af rjómanum saman við skyrið, ásamt púðursykri og hrærið vel saman. Grófsaxið pekanhentur og blandið saman við skyrblönduna. Sprautið skyrblöndunni fallega í glös eða setjið ofan í með skeið. Skreytið með restinni af rjómanum, grófsöxuðum pekanhnetum og karamellusósu. Gott er að strá smá sjávarsalti yfir karamellusósuna. Geymist í kæli þar til borið er fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir