- +

Bráðhollur bananaís

Innihald:
2 stk frosnir bananar
1 msk gróft hnetusmjör
2 msk mjólk (2-3)
smá karamellustevía, ekki nauðsynlegt

Aðferð:

Ef þú átt öflugan blandara þá er hægt að nota hann en annars er betra upp á áferðina að nota matvinnsluvél. Hráefnið sett í tækið og hrært saman þar til bananinn er maukaður.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir