- +

Bökuð skyrterta með berjabragði

Botn
100 g smjör, brætt
200 g Digestive kex
1 tsk kanill

Fylling
1½ dós KEA bláberja- og jarðarberjaskyr
1 dl rjómi
1 dl sýrður rjómi
1 stk stórt egg
½ dl flórsykur
1 tsk vanillusykur
3 msk jarðarberjasulta

Meðlæti
þeyttur rjómi
fersk ber

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 150°.

2. Setjið kex, kanil og smjör í matvinnsluvél og maukið. Þrýstið mylsnunni niður á botn og hliðar bökunarforms sem er 24 cm í þvermál.

3. Hrærið öllu saman sem á að fara í fyllinguna. Hellið yfir botninn. Bakið í a.m.k. 25-30 mínútur eða þar til kakan verður stíf. Berið fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum ef vill.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir