- +

Bláberjasjeik

Innihald:
200 g vanilluís
250 g bláberjaskyr
150 g bláber
250 ml rjómi
súkkulaðisíróp

Aðferð:

Setjið vanilluís, skyr og bláber saman í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til allt hefur blandast vel saman. Sprautið súkkulaðisírópi inn í glösin og látið leka niður. Setjið því næst bláberjasjeikinn í glösin. Þeytið rjóma og sprautið honum fallega á eða setjið ofan á með skeið, skreytið með bláberjum og súkkulaðisírópi. Borðið strax. 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir