- +

Bláberja tiramisu

Tiramisu með bláberjum:
400 g bláber
¾ dl sykur
6 msk. Limoncello líkjör eða annar líkjör, t.d. Cointreau, Grand Marnier eða berjasafi að eigin vali
2 msk. sykur
8 stk. Lady Finger kökur
2 stk. eggjarauður
1 dós íslenskur Mascarpone ostur
saxaðar pistasíuhnetur, eftir smekk

Aðferð:

Þessi uppskrift dugar fyrir 6.

 

1. Setjið bláber í pott ásamt ¾ dl af sykri og 2 msk. af líkjör. Látið malla þar til sykurinn er uppleystur. Passið að mauka ekki berin. Kælið.

2. Hrærið saman létt og ljóst eggjarauður og 2 msk. sykur. Hrærið Mascarponeosti og 2 msk. af líkjör saman við.

3. Bleytið Lady Finger kökurnar upp úr 2 msk. af líkjör. Brjótið helminginn niður og setjið í 6 glös. Í staðinn fyrir að setja í glös mætti nota fat eða skál. Þá þyrfti kannski aðeins fleiri Lady Finger kökur.

4. Setjið helminginn af bláberjunum ofan á Lady Finger kökurnar og þá helminginn af Mascarponehrærunni. Endurtakið síðan einu sinni. Toppið með söxuðum pistasíum. Gott er að geyma réttinn í kæli í a.m.k. 2 tíma áður en hann er borinn fram. Það skemmir ekki að bjóða upp á þeyttan rjóma með þessu ljúffenga bláberja tiramisu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir