- +

Bláber með rjóma og marengs

Innihald:
250 g bláber
2 msk. hunang
Börkur og safi af 1/2 límónu
2½ dl rjómi frá Gott í matinn
1½ dl grísk jógúrt frá Gott í matinn
Tilbúinn hvítur marengsbotn, magn eftir smekk
Fersk mynta eða æt blóm. Má sleppa

Aðferð:

Setjið bláber og hunang í pott. Sjóðið saman í 5 mínútur. Takið af hellunni og látið safa og börk af ½ límónu saman við. Kælið.

Þeytið rjómann og hrærið saman við grísku jógúrtina.

Myljið marengs milli fingranna og setjið í 4-6 glös eða setjið alla uppskriftina í eitt fat. Magnið af marengs fer eftir smekk hvers og eins. 

Látið ⅓ af rjómablöndunni þar ofan á og ⅓ af bláberjamaukinu. 

Endurtakið tvisvar í viðbót þannig að þið hafið þrjú lög af hverju. 

Skreytið með myntu eða blómum. Gott að leyfa réttinum að hvíla aðeins áður en borinn fram.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir