Menu
Biscotti með pistasíuhnetum og möndlum

Biscotti með pistasíuhnetum og möndlum

Bragðast sérstaklega vel með kaffibolla og sítrónumús.

Hægt er að setja súkkulaðibita, rúsínur, trönuber og þess háttar í staðinn fyrir pistasíuhnetur og möndlur.

Innihald

20 skammtar

Hráefni:

hveiti
lyftiduft
salt
smjör
sykur
egg
vanilludropar eða vanillusykur
pistasíuhnetur
möndlur

Skref1

  • Mælið og blandið saman hveiti, lyftidufti og salti saman í skál.
  • Hrærið sykur og smjör saman í hrærivél.
  • Bætið eggjum við, einu í einu og hrærið vel á milli.
  • Bætið vanillunni saman við.
  • Hellið hveitiblönduninni saman við smjörsykurinn og hrærið vel saman.
  • Saxið hnetur og möndlur rétt aðeins og blandið þeim saman við deigið.

Skref2

  • Núna ætti að vera komin fínn deigklumpur sem er rétt aðeins klístraður en helst alveg saman.
  • Setjið bökunarpappír á bökunarplötu, skiptið deiginu í 3 hluta og setjið hvern hluta á bökunarplötuna.
  • Mótið hvern hluta í langan hleif sem er um 2 cm á þykkt og þrýstið aðeins á hann.
  • Hleifurinn mun stækka aðeins í ofninum.
  • Penslið með léttþeyttu eggi og stráið ef þið viljið örlitlum sykri yfir.

Skref3

  • Bakið í miðju ofnsins í 23-27 mínútur.
  • Takið út og látið kólna.
  • Lækkið hitann í 150 °C.
  • Þegar hleifarnar hafa kólnað eru þeir skornir á ská í 1-2 cm þykkar sneiðar.
  • Sneiðarnar eru lagðar aftur á bökunarplötuna og bakaðar áfram í um 30 mínútur eða þar til þeir eru orðnar gylltir.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal