- +

Biscotti með pistasíuhnetum og möndlum

Hráefni:
375 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
4 msk. smjör
225 g sykur
3 stk. egg
2 stk. vanilludropar eða vanillusykur
100 g pistasíuhnetur
100 g möndlur

Aðferð:

Mælið og blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál.

Hrærið sykur og smjör saman í hrærivél.

Bætið eggjum við, einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið vanillunni saman við.

Hellið hveitiblönduninni saman við smjörsykurinn og hrærið vel saman.

Saxið hnetur og möndlur rétt aðeins og blandið þeim saman við deigið.

Núna ætti að vera komin fínn deigklumpur sem er rétt aðeins klístraður en helst alveg saman.

Setjið bökunarpappír á bökunarplötu, skiptið deiginu í 3 hluta og setjið hvern hluta á bökunarplötuna.

Mótið hvern hluta í 15-20 cm langan hleif sem er u.þ.b. 2 cm á þykkt og þrýstið aðeins á hann. Hleifurinn mun stækka aðeins í ofninum.

Penslið með léttþeyttu eggi og stráið ef þið viljið örlitlum sykri yfir.

Bakið í miðju ofnsins í 23-27 mínútur.

Takið út og látið kólna.

Lækkið hitann í 150 °C.

Þegar hleifarnar hafa kólnað eru þeir skornir á ská í 1-2 cm þykkar sneiðar.

Sneiðarnar eru lagðar aftur á bökunarplötuna og bakaðar áfram í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til þeir eru orðnar gylltir.

Hægt er að setja súkkulaðibita, rúsínur,trönuber og þess háttar í staðinn fyrir pistasíuhnetur og möndlur.

 

Bragðast sérstaklega vel með kaffibolla og sítrónumús.

 

 

Höfundur: Theodóra J. S. Blöndal