- +

Súkkulaðimús

Súkkulaðimús
1 stk vanillustöng
250 ml mjólk
250 g dökkt súkkulaði
3 stk matarlím
3 stk eggjarauður
75 g sykur
500 m rjómi-léttþeyttur

Aðferð:
Vanillustöngin klofin og soðin í mjólkinni. Súkkulaðið brætt í hitabaði og matarlím lagt í bleyti. Á meðan eru eggjarauðurnar og sykurinn þeytt saman. Þegar mjólkin fer að sjóða er henni hellt yfir eggin og þau legeruð yfir hitabaði þar til blandan fer að þykkna. Þá er súkkulaðinu bætt út í og blandað saman með sleikju í 3-4 skömmtum. Þegar þetta er allt komið saman er matarlímið sett út í blandan látin kólna og á meðan er rjóminn léttþeyttur. Blandan þarf að vera komin undir 30°C og þá er rjómanum blandað saman við með sleikju í nokkrum skömmtum.

Höfundur: Ungkokkar Klúbbur matreiðslumeistara