- +

Pönnukökur með skyrfyllingu, hunangi og berjum

Innihald
2 dl heilhveiti
½ dl hveitiklíð
1 tsk salt
1 tsk hrásykur
3 dl léttmjólk
3 stk egg
2 dl hreint skyr
1 tsk repjuolía

Fylling
1½ dl vanilluskyr eða bláberjaskyr
1½ dl grísk jógúrt
1½ dl valhnetur eða pekanhnetur, gróft saxaðar
ber að eigin vali, magn eftir smekk
hunang

Aðferð:

1. Blandið hráefnum saman. Hrærið öðrum hráefnum saman í skál og setjið saman við þurrefnin. Pískið vel saman. Hitið pönnukökupönnu og steikið.

2. Hrærið saman skyri og grískri jógúrti. Setjið u.þ.b. 2 msk á hvern ¼ hluta af hverri pönnuköku. Sáldrið berjum yfir. Brjótið saman. Leggið á staka diska eða stakt stórt fat, skreytið með berjum og hellið smá hunangi yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir