- +

Piparmyntudraumur í glasi með after eight

Botn
16 stk Oreo Kexkökur

Skyrblanda
500 g hreint skyr
¼ l rjómi, þeyttur
2½ tsk piparmyntu Stevia

Toppur
¼ l rjómi
After eight súkkulaði

Aðferð
Setjið Oreo kexkökur í matvinnsluvél og hakkið þar til þær verða fínmalaðar. Setjið 1-2 msk af kexinu í hvert glas fyrir sig.

Þeytið rjóma og blandið honum saman við skyrið ásamt piparmyntu Stevíunni. Hrærið þar til blandan verður mjúk og slétt. Sprautið skyrblöndunni í hvert glas fyrir sig. Þeytið restina af rjómanum og sprautið honum fallega ofan í hvert glas. Skreytið með heilu eða hálfu After eight  piparmyntusúkkulaði. Geymið í kæli þar til borið er fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir