- +

Jarðarberjatriffli sælkerans

Jarðarberjatriffli sælkerans
750 fersk jarðarber
2 msk. flórsykur
2 msk. brandí, Madeira, sérrí eða hlynsíróp
250 ml grísk jógúrt frá Gott í matinn
350 ml rjómi frá Gott í matinn
1 stk. marensbotn

Aðferð:
Hreinsið grænu blöðin af berjunum og skolið þau vel. Skerið hvert ber í fernt og setjið þau í skál ásamt flórsykrinum og áfenginu eða hlynsírópinu. Setjið skálina í kæli. Hrærið grísku jógúrtina saman við þeyttan rjómann. Myljið marensbotninn saman við og bætið að lokum við ¾ af berjunum ásamt safanum. Hrærið lauslega saman. Setjið eftirréttinn í eina stóra skál eða skiptið honum í 6–8 glös. Skreytið með afganginum af berjunum. Berið strax fram.
 

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir