- +

Eftirréttur með grískri jógúrt og ástaraldin

Fylling
safi og fíntrifinn börkur af 1 sítrónu og 1/2 appelsínu
3 matarlímsblöð
125 g grísk jógúrt eða rjómaostur til matargerðar
50 g sykur
200 ml rjómi, léttþeyttur
2 eggjahvítur

Ávaxtalag
8 passíuávextir (ástaraldin)

Toppur
20 gr smjör
4 msk heilhveitikex, mulið

Aðferð:

Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Hrærið saman jógúrt og sykur, safa og börkinn af sítrónunni og appelsínunni. Hitið 4 msk. af rjóma að suðu í potti. Takið af hitanum og kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum. Setjið þau út í rjómann og hrærið þar til matarlímið hefur bráðnað alveg. Hrærið þetta svo saman við ostablönduna ásamt því sem eftir er af rjómanum. Stífþeytið eggjahvíturnar. Hrærið eina matskeið af eggjahvítum vel saman við ostablönduna. Blandið svo afganginum smátt og smátt saman við.
Skerið passíuávextina í sundur og skafið innan úr þeim með skeið. Deilið innmatnum í sex glös og setjið svo fyllinguna ofan á. Deilið henni jafnt í glösin sex. Strekkið plastfilmu yfir glösin og geymið í kæli í a.m.k. 4 klukkutíma eða yfir nótt.
Bræðið smjörið á pönnu og hrærið muldu kexbitanna saman við. Takið plastfilmuna af glösunum, dreifið kexmulningnum ofan á og berið fram.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir