- +

Lárperu- og skyrmús með hindberja og pistasíumauki

Innihald
2 stk stórar lárperur eða 4 minni
170 g Ísey skyr vanilla
safi af ½ sítrónu
2 tsk hrásykur
1 msk hunang og aðeins meira
125 g fersk hindber
2 msk pistasíuhnetur, saxaðar

Aðferð:

1. Setjið lárperur, vanilluskyr, sítrónusafa, hráykur og 1 msk af hunangi í matvinnluvél eða blandara og maukið.

2. Setjið í 4 glös. Stappið hindberin með gaffli og skiptið maukinu jafn niður á glösin. Dreifið pistasíum yfir og dreypið smá hunangi ofan á. 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir