Menu
Crépes með reyktum laxi og maísmús

Crépes með reyktum laxi og maísmús

Uppskrift fyrir 4-6.

Innihald

1 skammtar

Crépes

egg
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
hveiti
sjávarsalt og svartur pipar

Maísmús

smjör
skallottulaukur, saxaður
hvítlauksrif, marin
maískorn
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
sýrður rjómi frá Gott í matinn
sjávarsalt og svartur pipar

Meðlæti

reyktur lax eða silungur
sítróna, skorin í báta
stór lárpera, eða tvær litlar, skornar í sneiðar
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
saxaður graslaukur, eftir smekk, má sleppa

Skref1

  • Pískið öllu saman sem á að fara í crépes.
  • Látið standa við stofuhita í 30 mínútur.
  • Steikið síðan á pönnukökupönnu.

Skref2

  • Steikið skallottulaukinn og hvítlaukinn upp úr smjörinu.

Skref3

  • Bætið maískorninu og matreiðslurjómanum saman við.
  • Látið malla á vægum hita í 15 mínútur.
  • Takið af hita og setjið sýrða rjómann saman við.
  • Maukið með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél.
  • Smakkið til með salti og pipar.

Skref4

  • Berið crépes-pönnukökurnar fram með maísmúsinni, reyktum laxi og öllu meðlætinu.
  • Eða setjið sjálf maísmúsina í hverja pönnuköku og toppið eða skreytið með meðlætinu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir