Menu
Brauðréttur með parmaskinku og ostafyllingu

Brauðréttur með parmaskinku og ostafyllingu

Brauðréttir spila stórt hlutverk í mörgum boðum og veislum. Það er því um að gera að skella í einn einfaldan og prófa sig áfram. Þessi brauðréttur er öðruvísi, bragðgóður og kemur virkilega á óvart. Dásamlegur með rifsberjasultu og vínberjum.

Innihald

8 skammtar
Baguette brauð
smurostur með beikoni frá MS
rautt pestó
Óðals Maribo í sneiðum
Dala hringur
Parmaskinka
rifinn Mozzarella frá Gott í matinn
hvítlaukskryddblanda

Aðferð

  • Skerið litlar rifur í baguette brauðið og gætið þess að skera ekki alveg í gegnum það.
  • Hver brauðrifa er smurð með beikon smurorsti og pestó.
  • Maribo osturinn er skorinn í tvennt, osturinn settur ofan á parmaskinkuna ásamt lítilli sneið af Dala hring. Skinkan er svo brotin saman og sett í hverja brauðrifu.
  • Dreifið rifnum mozzarella osti er yfir brauðið ásamt hvítlaukskryddblöndu.
  • Hitið brauðið við 175°C gráður í um 10 mínútur.
  • Dásamlega gott með rifsberjasultu og vínberjum.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir