- +

Trönuberja- og rúsínubrauð

Innihald
2 dl rúsínur, gjarnan dökkar og ljósar
2 dl þurrkuð trönuber
5½ dl hveiti
1 msk matarsódi
2 stk egg
1 dós KEA ferskjuskyr eða hreint skyr, 200 g dós
1 dl mjólk

Meðlæti
smjör
síróp
ferskjur

Aðferð:

1. Leggið rúsínurnar og trönuberin í vatn. Látið bíða í 30 mínútur. Hellið vatninu af.

2. Stillið ofninn á 180°.

3. Hrærið öllum hráefnunum saman. Deigið á að vera örlítið klístrað. Bætið smá hveiti saman við ef þurfa þykir.

4. Setjið deigið í kringlótt kökuform sem er 22-24 cm í þvermál. Bakið í 35-45 mínútur. Berið fram volgt með smjöri, sírópi og ferskum ferskjubitum. Brauðið er einnig mjög gott að rista. 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir