- +

Spelt bollur með rifnum osti og ólífum

Innihald:
5 dl spelt
3 tsk. vínsteinslyftiduft
½ tsk. sjávarsalt (0,5 - 1 tsk.)
1½ dl AB mjólk (1,5 - 2 dl)
1½ dl sjóðandi heitt vatn (1,5 - 2 dl)
1½ dl rifinn ostur frá Gott í matinn
½ dl saxaðar ólífur

Aðferð:

Spelti, vínsteinslyftidufti og sjávarsalti blandað saman. Bætið við söxuðum ólífum og rifnum osti. Hellið ab mjólk og heitu vatni saman við, hrærið saman en gætið að því að hræra ekki of mikið. Lagið litlar bollur og bakið við 190°C. Bökunartími fer eftir stærð á bollunum.

Höfundur: AÞA