Menu
Pestófylltur brauðhringur

Pestófylltur brauðhringur

Innihald

1 skammtar

Deig

ylvolgt vatn
þurrger
sykur
ólífuolía
salt
hveiti eða spelt eins og þurfa þykir, u.b.b. 7 dl

Fylling

grænt eða rautt pestó
gratínostur

Skraut

fræ að eigin vali
sjávarsalt

Aðferð

  • Leysið gerið upp í vatninu og hrærið. Setjið sykur og ólífuolíu saman við. Látið salt og hveiti saman við smátt og smátt eða þar til þið eruð komin með óklístrað og meðfærilegt deig. Hnoðið stutta stund og látið hefast á hlýjum stað í klukkutíma.
  • Hnoið deigið létt og fletjið út í ferhyrning sem er u.þ.b. 30 X 40 cm. Smyrjið með pestó og sáldrið ostinum yfir. Rúllið upp og látið endana mætast svo úr verði hringur. Leggið á ofnplötu klædda bökunarpappír og látið hefast í 20-30 mínútur.
  • Stillið ofninn á 250°. Penslið brauðið með vatni og sáldrið fræjum og saltflögum yfir. Setjið neðarlega í ofninn og stillið hitann á 225°. Bakið í 8 mínútur. Lækkið þá hitann í 175° og bakið áfram í 20 mínútur.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir