Menu
Nutella bananabrauð

Nutella bananabrauð

Nutella og bananar er hin fullkomna samsetning! Kannski ekki það hollasta í bransanum en það vinnur bragðverðlaunin og gott betur. Þetta verðið þið að prófa.

Innihald

8 skammtar
hveiti
lyftiduft
matarsódi
salt
púðursykur
litlir bananar, stappaðir
brætt smjör
mjólk
vanilluextract
Nutella

Aðferð

  • Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
  • Hrærið saman öll þurrefni.
  • Stappið bananana og bætið út í þurrefnin ásamt smjöri, mjólk og vanillu. Hrærið þessu saman.
  • Setjið Nutella í meðalstóra skál sem má fara í örbylgjuofn. Hitið í 30 sekúndur svo það mýkist aðeins.
  • Takið 3 dl af deiginu og hrærið saman við Nutella.
  • Setjið bananadeigið og nutelladeigið til skiptis í formkökuform, dragið að lokum hníf í gegnum deigið til að blanda aðeins saman, líkt og um marmaraköku væri að ræða.
  • Bakið í 45-50 mínútur eða þar til bakað í gegn. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir