- +

Langloka með brauðosti, beikoni og hunangs sinnepssósu

Innihald:
1 stk. baguette brauð, skorið í tvennt eftir endilöngu og svo í þrjá hluta
6 stk. Brauðostur í sneiðum
9 stk. beikonsneiðar
1 stk. avocado
2 stk. tómatar
grænt salat að eigin vali
4 msk. 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
1 msk. hunang
2 msk. grófkorna Dijon sinnep eða annað sinnep
salt og pipar

Aðferð:

1. Byrjið á að steikja beikonið þar til stökkt, setjið til hliðar.
2. Hrærið saman sýrðum rjóma, hunangi, sinnepi og salti og pipar, smyrjið ríflega ofan á báða baguette helminga.
3. Leggið ostsneiðar þar ofan á, þar næst salat, beikonsneiðar, avocado og tómata.
4. Toppið með aðeins meiri sósu og setjið lokið ofan á.

 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir