- +

Kanilbrauð Teddu

Innihald:
10 dl hveiti (10-14 dl)
1 msk kanill
2 tsk salt
3 tsk þurrger
örlítill sykur, púðursykur eða annað sætuefni ef þið viljið
75 g brætt smjör
1 dl skyr, sýrður rjómi eða mjólk
7 dl volgt vatn
> afar gott er að bæta rúsínum í deigið

Aðferð:

Einföld uppskrift gerir 2-3 brauð eða 16-20 bollur/lengjur

 

Ofnhiti 220 °C

Blandið þurrefni saman í skál.

Bræðið smjör og blandið vatni og mjólkurvöru saman við.

Hellið vökvanum saman við þurrefnin og hrærið í gott deig. Bætið hveiti við eftir þörfum en deigið má alveg vera nokkuð blautt.

Látið deigið hefast á hlýjum og notalegum stað þar til það hefur tvöfaldast. Mér finnst gott að setja heitt vatn í vaskinn og láta skálina standa þar með deiginu og láta það hefast í góðum hita. Það gengur ögn hraðar fyrir sig.

Þegar deigið er búið að hefast er það tekið úr skálinni og hnoðað nokkuð vel og hveiti bætt við eftir þörfum.

Ef nota á járnpott er bökunarpappír settur í hann og u.þ.þ. 1/4 af deiginu sett í hann. Látið hefast þar til deigið hefur tvöfaldast.

Gerið bollur eða brauðlengjur úr afganginum af deiginu. Látið hefast.

Bakið brauðið neðarlega í ofninum í um 15-20 mínútur.

Brauðið sem er í pottinum á að baka með lokið á og það tekur um 30-35 mínútur að bakast. Það má alveg lækka hitann í 200 °C.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðard. Blöndal