- +

Hunangsbrauð með þurrkuðum ávöxtum

Innihald:
3 dl haframjöl (glúteinlaust eða venjulegt)
1 dl chiafræ
2 dl byggmjöl
2 dl sólblómafræ
2 msk. sesamfræ
2 tsk. matarsódi
½ tsk. salt
150 g þurrkaðar döðlur
100 g þurrkaðar apríkósur
1 dl trönuber
70 g möndlur
1 stór dós hreint skyr frá MS (um 400 g)
3 msk. hunang
2 msk. síróp
1 dl sterkt kaffi (t.d. nescafé)
2 dl mjólk

Aðferð:

Blandið saman haframjöl, chiafræ, byggmjöl, sólblómafræ, sesamfræ, matarsóda, salt, döðlur, möndlur (gott að skera þær smátt), apríkósur og trönuber í stóra skál. Í annarri skál er skyr, hunang, síróp, kaffi og mjólk hrært saman (vökvinn á að vera um 7 dl). Hellið vökvanum saman við þurrefnin og hrærið vel saman. Deigið verður nokkuð laust í sér en látið það standa í smástund (um 5-8 mínútur) og taka sig.

Setjið bökunarpappír í form (hringlaga virkar vel) og hellið deigið í formið. Bakið brauðið neðarlega í ofninum í um 50 mínútur. Skorpan á brauðinu verður frekar dökk. Eftir 50 mínútur er brauðið tekið úr ofninum og það látið kólna vel áður en það er skorið.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal