Menu
Heit rúlluterta með kjúkling og mexikóosti

Heit rúlluterta með kjúkling og mexikóosti

Skemmtileg tilbreyting frá þessum hefðbundnu brauðréttum sem allir þekkja og elska. 

Þessi fylling dugar í tvö rúllutertubrauð.

Innihald

2 skammtar
rúllutertubrauð
eldaður kjúklingur
rauð paprika skorin í teninga
saxaður blaðlaukur
paprikusmurostur
rjómaostur með hvítlauk
sýrður rjómi 18%
mexikóostur
ostasósa
chilliduft
tortillakökur

Aðferð:

  • Rífið mexikóostinn niður og blandið saman við eldaðan kjúklinginn, paprikuna og blaðlaukinn.
  • Hrærið saman sýrðum rjóma, paprikuosti, ostasósu, rjómaosti með hvítlauk og chillidufti.
  • Blandið loks saman við kjúklingablönduna og hrærið vel saman.
  • Setjið fyllinguna á rúllutertubrauðið og setjið þar ofan á tortillukökurnar 2 í hverja rúllu.
  • Setjið smá af fyllingunni þar ofan á og rúllið upp.
  • Penslið rúllurnar með sýrðum rjóma og bakið við 170°C í 40 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson