- +

Heimabakað brauð með kryddjurtum, osti og salami

Innihald:
5 dl hveiti - byrja með 5 dl og bæta við eftir þörfum
1½ tsk. lyftiduft
100 g rifinn ostur
100 g salami eða reykt skinka (skorin í strimla)
1 box ferskt rósmarín eða timjan (rúmlega helmingurinn notaður)
2 dl mjólk
2 msk. dijon sinnep
gott flögusalt

Aðferð:

Ofnhiti: 200 °C

Setjið hveiti, lyftiduft, rifinn ost, salami, smá af salti og aðeins af kryddjurtunum í skál.

Blandið saman mjólk og dijon sinnepi.

Hellið mjólkinni saman við hveitiblöndunina og hrærið saman.

Deigið má vel vera aðeins klístrað en bætið samt örlitlu hveiti við eftir þörfum þar til nokkuð gott deig hefur myndast.

Takið til kringlótt form, smyrjið það og dustið það með hveiti.

Setjið deigið í formið og þrýstið aðeins á það svo það þekji nokkurn veginn botninn á forminu.  

Stráið grófu salti yfir og dreifið aðeins af kryddjurtunum yfir.

Bakið brauðið neðarlega í ofninum í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til brauðið er orðið gyllt og fallegt á litinn.

Stráið meira kryddi yfir brauðið og jafnvel aðeins af fallegu salti áður en það er borið fram. 

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal