- +

Gómsæt samloka með Mexíkóosti

Innihald:
1 Baguettebrauð, heimagert eða keypt

Sósa:
1 dós sýrður rjómi (36%) frá Gott í matinn
2 msk. chilli majónes
Salt og pipar

Fylling:
Kál
Beikon, steikt
Paprika, skorin í lengjur
Mexíkóostur, skorinn í sneiðar
Skinka
Balsamikgljái

Aðferð:

Best er að búa til sitt eigið baguette brauð. Sjá uppskrift hér.

Skerið brauðið til helminga

Hrærið sýrðum rjóma og chilli majónesi saman og kryddið örlítið með salti og pipar.

Smyrjið sósunni á brauðið og setjið kálið yfir.

Skerið Mexíkóostinn og setjið yfir ásamt papriku, beikoni og skinku.

Sprautið balsamikedikgljáa yfir, lokið brauðinu og grillið örlítið. 

Skerið brauðið í nokkra bita og njótið. 

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir