- +

Flatbrauð með mozzarellaosti, tómötum, ólífum og basil

Flatbrauð:
3 dl hveiti
1 tsk sjávarsalt
1 tsk lyftiduft
1¼ dl pilsner eða bjór

Álegg:
6 msk extra virgin ólífuolía
8 stk grænar ólífur, skornar í þunnar sneiðar
1 stk stórt hvítlauksrif, fínsaxað
12 stk kokteiltómatar, saxaðir
1 poki mozzarellaostur í litlum kúlum, eða 1 lítil dós
fersk basil, saxað og eftir smekk
sjávarsalt og svartur pipar, eftir smekk

Aðferð:

1. Blandið hveiti, salti og lyftidufti saman í skál. Hellið pilsner saman við og hrærið. Bætið hveiti við ef deigið er of klístrað. Hnoðið stutta stund. Setjið aftur í skálina og hyljið með plastfilmu. Látið standa í 15 mínútur. Skiptið þá deiginu í 4 parta og fletjið hvern út í hring sem er u.þ.b. 20 cm í þvermál. Steikið báðum megin við háán hita á þurri pönnu.

2. Hrærið varlega saman fyrstu 4 hráefnunum sem eiga að fara ofan á flatbrauðið. Skiptið því jafnt niður á brauðin. Dreifið síðan ostinum, rifnum eða heilum yfir ásamt fersku basil. Sáldrið loks salti og pipar yfir.

 

Þessi uppskrift dugar fyrir fjögur brauð.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir