- +

Bananabrauð með súkkulaðibitum

Innihald:
250 g hveiti
100 g hvítur sykur
50 g púðursykur
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. kanill
200 g saxað dökkt súkkulaði
½ tsk. salt
3 stórir bananar, stappaðir
2 egg
125 g smjör, brætt
2 tsk. vanilluextract

Aðferð:
  1. Hitið ofn í 170 gráður með blæstri. Smyrjið stórt brauðform eða þekjið með smjörpappír.
  2. Pískið saman í stórri skál, hveiti, sykri, púðursykri, matarsóda, lyftidufti, kanil og salti. Hrærið söxuðu súkkulaðinu saman við.
  3. Stappið bananana í annarri skál og hrærið saman við þá eggjunum, bræddu smjöri og vanillu.
  4. Hellið bananablöndunni út í þurrefnin og blandið hægt og rólega saman. Gætið þess að hræra ekki of mikið, bara þannig að blandan er nánast alveg komin saman.
  5. Hellið í formið og bakið neðarlega í ofni í um það bil 50 mínútur eða þar til bakað í gegn.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir