- +

Jarðarberjaskyrsþeytingur með grænkáli og bláberjum

Hráefni:
2 dósir 170 g jarðarberjaskyr
1 dl sódavatn
safi úr 1 límónu
1 msk hunang
2 handfylli grænkál
2 dl bláber, fersk eða frosin
10 stk myntulauf

Aðferð:

Setjið fyrst skyr, sódavatn, límónusafa og hunang í blandara og hrærið saman. Bætið síðan öðrum hráefnum saman við og maukið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir