- +

Eplaskyrsþeytingur með selleríi og hörfræjum

Innihald:
2 dósir skyr með bökuðum eplum
1 dl hrein jógúrt eða ab-mjólk
1 dl sódavatn
1 stk grænt epli, kjarnhreinsað og skorið í bita
2 stk sellerístönglar
1 msk hnetu- eða möndlusmjör
6 stk möndlur
¼ tsk kanill
1 msk hörfræ

Aðferð:

Setjið skyr, jógúrt og sódavatn fyrst í blandara. Bætið síðan öðrum hráefnum saman við og maukið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir