- +

Boozt með grískri jógúrt, möndlum og döðlum

Innihald:
200 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
50 g möndlur án hýðis
1 bolli frosið mangó
1 bolli frosinn ananas
½ bolli þurrkaðar döðlur
1 stk. banani (ekki verra ef hann er frosinn)
1 tsk. chia fræ
1 stk. epli
1 stk. appelsína
1 msk. hnetusmjör
smá vatn til að þynna booztið

Aðferð:

Einstaklega einföld og góð boozt uppskrift.

Allt hráefnið er sett í blandara, það hrært saman og hellt í tvö glös.

Höfundur: Tinna Alavis