- +

Boozt með bananaskyri, spínati og chia-fræjum

Innihald:
500 g Ísey skyr með bananabragði
2 dl sódavatn
safi úr 1 sítrónu
2 msk. hnetusmjör
2 handfylli spínat
2 msk. chia-fræ
sjávarsalt á hnífsoddi

Aðferð:

Þessi uppskrift dugar í 2-3 glös.

Setjið skyr, sódavatn og sítrónusafa fyrst í blandara. Bætið síðan öðrum hráefnum saman við og maukið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir