Menu
Bláber falin í grískri jógúrt

Bláber falin í grískri jógúrt

Frískandi ábætisréttur sem er einfaldur og gómsætur. Fyrir 8-10 persónur.

Innihald

1 skammtar
Kanill af hnífsoddi
Súkkulaðispænir eða brætt súkkulaði til skrauts
Hafrakex
Smjör, brætt
Sykur (um 26 g)
Fersk bláber (eða jarðarber í bitum, helst íslensk)
Grísk Jógúrt frá Gott í matinn
Rómi 36% frá Gott í matinn
Flórsykur

Skref1

  • Hafrakexið mulið, gott er að setja kexið í matvinnsluvél en þá þarf að gæta þess að kexið verði ekki of fínt mulið.
  • Smjörið er brætt, sykrinum og smjörinu blandað saman við kexið, blandað vel saman og þrýst í botninn á litlu eldföstu móti.
  • Sett í kæli.

Skref2

  • Þeytið jógúrtina í hrærivél og hellið rjómanum rólega út í.
  • Við þeytinguna eykur blandan rúmmál sitt um helming og er fullþeytt þegar mjúkir toppar myndast og blandan heldur formi.
  • Hraðinn minnkaður og flórsykri og kanil bætt út í í lokin.
  • Þegar jógúrtblandan er klár er berjunum dreift yfir kexbotninn, jógúrtblöndunni hellt yfir og hún jöfnuð í formið með skeið og skreytt með súkkulaði.
  • Gott að setja í kæli í a.m.k. 30 mínútur áður en rétturinn er borinn fram. Ekkert síðra daginn eftir.

Höfundur: Ólafur Unnarsson