Menu
Beyglur úr möndlumjöli og osti

Beyglur úr möndlumjöli og osti

Innihald

8 skammtar
möndlumjöl
Heimilis rifinn ostur
rjómaostur frá Gott í matinn
egg
lyftiduft
Sesamfræ
Krydd t.d. óreganó eða pizzakrydd fyrir þá sem vilja

Skref1

  • Blandið möndlumjöli og lyftidufti saman og setjið til hliðar.

Skref2

  • Pískið eggin vel saman og ef þið ætlið að krydda beyglurnar, setjið kryddin með eggjunum.

Skref3

  • Setjið rjómaost og rifinn ost í skál og inn í örbylgjuofn í 2 mínútur.
  • Takið út og hrærið vel saman.
  • Ef osturinn er ekki alveg bráðnaður, setjið aftur í örbylgju í smá stund og endurtakið.

Skref4

  • Bætið möndlumjölinu og eggi við ostinn og blandið mjög vel saman.
  • Ef það verður erfitt, setjið aftur í örbylgju í 10 sekúndur og hrærið í.
  • Endurtakið ef þess þarf þar til deigið er vel blandað saman.

Skref5

  • Skiptið deiginu í 6 hluta.
  • Rúllið út með blautar hendur og útbúið hring á bökunarpappír svo úr verður beygla.
  • Stráið sesamfræjum yfir.

Skref6

  • Bakið á 180 gráðum í 12-15 mín eða þar til gylltar.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir